UST: Óbreytt fyrirkomulag rjúpnaveiða

Umhverfisstofnun ber að skila tillögum til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um …
Umhverfisstofnun ber að skila tillögum til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um rjúpnaveiði. Stofnunin leggur til óbreytt fyrirkomulag í ár. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fulltrúar hagsmunaaðila og stjórnsýslu sem tengjast rjúpnaveiðum funda strax eftir hádegi í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra rjúpnaveiða verður sjálfur á fundinum og sýnir það hversu mikinn áhuga hann hefur á málinu. Eftir þennan fund verður tekin ákvörðun um veiðifyrirkomulag á rjúpnaveiðum í ár. Afar skammur tími er til stefnu en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veiðar hefjast 1. nóvember, eða strax á mánudag.

Umhverfisstofnun (UST) hefur að beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytis greint þau stjórntæki sem notast er við að stýra rjúpnaveiðum. UST sendi ráðuneytinu bréf 18. október með tillögum stofnunarinnar um veiðistjórnun á rjúpu fyrir árið 2021. Þar var lagt til að engar breytingar yrðu gerðar á fyrirkomulagi veiðanna.

Rjúpa á veiðislóð. Veiðitímabilið hefst á mánudagsmorgun.
Rjúpa á veiðislóð. Veiðitímabilið hefst á mánudagsmorgun. Ingólfur Guðmundsson

Þremur dögum síðar óskar ráðuneytið eftir frekari tillögum frá UST og greiningu á stjórntækjum. Sú greining var tilbúin og send til ráðuneytisins síðastliðinn mánudag, eða 25. október. Í því bréfi ítrekar UST að stofnunin hafi lagt til óbreytt fyrirkomulag og vísar í tillögurnar frá 18. október.

Rétt er í þessu samhengi að minna á að í gildi er reglugerð sem sett var árið 2019 og tók til fyrirkomulags rjúpnaveiða næstu þrjú árin. 2021 er síðasta árið sem reglugerðin tekur til.

Þennan tíma átti að nota til að ljúka gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna. Í bréfi UST segir; „Slík áætlun myndi innihalda viðbrögð og stjórntæki sem grípa mætti til við kringumstæður sem þessar. Vinna við áætlunargerðina er í gangi með helstu samráðsaðilum og áætlað er að henni verði lokið vorið 2022.“ Hér er vísað til kerfis sem víða er notað við veiðstjórnun og ber enska heitið, Adaptive Harvest Management.

En lítum á greiningu UST. Fyrst er horft til fjölda veiðidaga. Þar er bent á að búið er að reyna ólíkar útfærslur í fjölda daga og dreifingu þeirra. UST bendir á að það eru ekki sýnileg tengsl milli fjölda leyfilegra veiðidaga annarsvegar og veiðidaga per mann og veiðidaga samtals hins vegar. Ef ætti að beita þessu stjórntæki til að veiðimenn fari færri daga til veiða þarf því að fækka þeim verulega eða niður í 3 daga.

Rjúpan er í niðursveiflu en staðfest hefur verið mikil hugarfarsbreyting …
Rjúpan er í niðursveiflu en staðfest hefur verið mikil hugarfarsbreyting hjá veiðimönnum í kjölfar sölubanns og aukinnar fræðslu og tilmæla til veiðimanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stofnunin bendir á að með svo fáum dögum væru afar litlar líkur á að þokkalegt veður væri á öllu landinu og viðbúið að öryggi veiðimanna yrði stefnt í tvísýnu. Að sama skapi yrði veiðiálag á vinsælum svæðum mjög mikið og rjúpan ætti litla möguleika. Líka á slysaskotum myndu einnig aukast. UST segir af þessum sökum ekki geta mælt með fækkun veiðidaga.

Þá er horft til veiðitímabilsins. Bendir stofnunin á að miðað við tíma árs sé einungis hægt að horfa til þess að seinka veiðitímabili í heild sinni eða hluta. Nefnir UST tvo kosti. Annars vegar að færa allt veiðitímabilið fram í desember og yrði þá veitt frá 1. til 22. desember. Á hinn bóginn væri hægt að skipta veiðitímanum upp í tvö tímabil. Annars vegar frá 1. til 16. nóvember og síðari hlutinn 10. til 21. desember. Áfram yrði bannað að veiða miðvikudaga og fimmtudaga. Af þessum tveimur kostum telur UST síðari kostinn vænlegri. En einnig er bent á að önnur ár mætti færa veiðitímann framar, jafnvel fram í september þegar rjúpan er enn í sumarbúningi.

Skammturinn í ár er fjórar rjúpur á mann.
Skammturinn í ár er fjórar rjúpur á mann. Mynd: Bjarni Júlíusson

Loks er horft til tímasetninga innan dags, þ.e. að veiðimenn hefji veiðar ekki fyrr en liðið er á dag eða hætti fyrr en birta fellur. Telur UST þó að þetta úrræði sé erfitt í framkvæmd vegna eðlis rjúpnaveiða. Lítið mál er að koma þessu fyrir þar sem staðið er í skotturnum erlendis og veiðiverðir fylgjast með. Hér aftur á móti væri þetta erfitt í framkvæmd.

Veiðisvæði er næsta stjórntæki sem UST greinir. Bent er að ekki sé vænlegt að loka svæðum nema þá til að friða fugla á því svæði og ekki líklegt til að draga úr heildarveiði. Veiðimenn eru færanlegir og myndi veiðiálag aukast á opnu svæðunum.

Aukin miðlun upplýsinga og tilmæli til veiðimanna er stjórntæki sem hefur verið notað ásamt fækkun daga og sölubanni síðan veiðar voru leyfðar að nýju árið 2005. „Þetta hefur gefist vel og almennt má segja að veiðimenn hafi talsvert annað viðhorf til veiðanna nú en áður,“ skrifar UST til ráðuneytisins.

Fundurinn í dag, þar sem hagsmunaaðilar og stjórnsýslan leiða saman …
Fundurinn í dag, þar sem hagsmunaaðilar og stjórnsýslan leiða saman hesta sína mun væntanlega komast að sameiginlegri niðurstöðu sem kynnt verður síðdegis eða á morgun. mbl.is

Hugmynd um að takmarka fjölda veiddra rjúpna á dag eða í heildina er ekki raunhæfur kostur að mati UST þar sem vanti lagaheimild fyrir slíkum takmörkunum. Bent er á að því er hægt að breyta en líka endurtekið að tilmæli til veiðimanna geti haft áhrif í þessa átt.

Síðasti liðurinn sem UST horfir til er veiðibann. UST tiltekur að ef eigi að banna veiðar verði menn að gera sér grein fyrir þýðingu þess. Ekki sé búið að fullþróa stjórnunar- og verndaráætlun um veiðar á rjúpu. Svo segir: Ákvörðun nú um veiðibann er þá hvorki byggð á vísindalegri né veiðistjórnunarlegri nálgun né í samráði við þá aðila sem koma að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar rjúpu varðandi stefnumótandi málefni. Það sem verður að hafa í huga við ákvörðun um veiðibann er að þá verði einnig að liggja fyrir ákvörðun um við hvaða stofnstærð er hægt að heimila veiðar að nýju.“

Fyrri ár hefur fyrirkomulag veiðanna legið fyrir með mun lengri fyrirvara en nú er stefnt að. 2019 tilkynnti ráðuneytið um mánaðamótin ágúst september um tilhögunina. Í fyrra var send út tilkynning 16. október. Nú er kominn 28. október og ekki liggur fyrir hvernig staðið verður að veiðunum sem hefjast á mánudag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert