Nýtt veiðitímabil, verðhækkanir og spenna

Nýtt veiðitímabil er formlega hafið. Til að fagna þessum langþráða áfanga efndu Sporðaköst til umræðuþáttar í tilefni dagsins. Gestir við spjallborðið eru þau Þröstur Elliðason, Inga Lind Karlsdóttir, Bjarki Már Viðarsson og Haraldur Eiríksson.

Margt bar á góma. Nýjar aðferðir sem skoskir veiðiverðir beita til að tryggja sem öruggasta göngu laxaseiða til sjávar. Mikið magn hnúðlaxaseiða sem fundist hefur að minnsta kosti í tveimur ám í Skotlandi. Hin sígilda umræða um verð á veiðileyfum og þá ekki síst þegar kemur að sjóbirtingsveiðinni. Þar komu fram mjög áhugaverð sjónarmið leikmanna og leigutaka.

Hið nýstofnaða Fluguveiðifélag Suðurnesja var til umræðu ásamt flestu því sem við kemur veiði á þessum merkisdegi.

Sporðaköst óska öllum veiðimönnum til hamingju með daginn og við færum ykkar fréttir af gangi mála á opnunardegi, síðar í dag og næstu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert