Laxveiðiárnar sem stóðu upp úr í sumar

Birkir Mar Harðarson með einn af mörgum stórlöxum sem veiddust …
Birkir Mar Harðarson með einn af mörgum stórlöxum sem veiddust síðustu daga veiðitímabilsins. Þessi mældist 95 sentimetrar og tók svartan Frances kón í Kálfhagahyl. Ljósmynd/BMH

Nokkrar laxveiðiár komu á óvart í sumar með mun betri veiði en mörg fyrri ár. Veiðisumarið var í heild sinni mjög köflótt og þegar horft er á heildarmyndina var það slakt. En það voru nokkrar ár sem gáfu af sér mun betur en búist var við. Í þennan flokk fara meðal annars, árnar í Vopnafirði og raunar allar á norðaustur horni landsins. Þannig var veiðin í Hofsá hundrað prósent meiri en í fyrra og sú besta frá árinu 2007. Hofsá gaf af sér í sumar 1.211 laxa en þeir voru aðeins 601 í fyrra. Selá var á svipuðu róli.

Aðrar ár vekja ekki síður athygli. Stóra-Laxá í Hreppum endaði í 934 löxum og er það hennar besta ár síðan 2013 og næstbesta ár miðað við þær tölur sem liggja fyrir. Mikil breyting varð á fyrirkomulagi á veiði í Stóru-Laxá. Fram til þessa hefur áin verið þrjú svæði en var breytt í tvö svæði. Gömlu svæðin eitt og tvö voru sameinuð svæði þrjú, og þau kölluð neðra svæði, og svæði fjögur varð efra svæðið. Stóra-Laxá naut þess í sumar að það var gott vatn í henni allt sumarið. Hefðbundið er að haustrigningar hafa kallað fram miklar göngur í september þegar fiskurinn gengur upp úr Hvítá við vatnshækkunina. Þegar vatnið er gott allt sumarið kemur fiskurinn jafnar inn. Engu að síður átti Stóra-Laxá góðan endasprett og síðasta vika veiðitímans skilaði um níutíu löxum. Síðustu dagarnir skiluðu mjög góðu hlutfalli af stórlaxi og margir laxar yfir níutíu sentímetra veiddust.

Finnur B. Harðarson sem leiðir hópinn sem tók Stóru-Laxá á …
Finnur B. Harðarson sem leiðir hópinn sem tók Stóru-Laxá á leigu. Það er óhætt að segja að þeir hafi fengið frábæra byrjun. Hér er Finnur með 97 sentimetra hæng úr Kálfhaga sem tók lítinn Frigga á síðasta degi þetta sumarið. Ljósmynd/FBH

Tvær af minni ánum á Vestur- og Suðvesturlandi vekja athygli þegar tölur eru skoðaðar. Flókadalsá í Borgarfirði gaf af sér 519 laxa í sumar og er það besta veiði þar frá árinu 2015.

Leirvogsá vekur einnig athygli. Hún gaf á sínar tvær stangir 455 laxa og er það besta veiði frá árinu 2015. Hér er hins vegar rétt að staldra við. Þegar meðaltalsveiðin er skoðuð þá kemur í ljós að meðaltalið, þegar horft er aftur til ársins 1974, er veiði upp á 495 laxa. Þannig að þetta ár sem flokkast sem frábært í Leirvogsá í samanburði við síðustu ár nær ekki meðaltalinu þegar horft er lengra aftur. Segir þetta í raun allt um þá hnignun sem hefur orðið síðari ár í laxveiði á Íslandi. Þetta á við um margar laxveiðiár.

Fleiri ár er gaman að benda á. Ein þeirra er Hítará sem skilaði veiði upp á 708 laxa. Þá eru tekin saman svæðin Hítará 1 og 2. Þetta er bæði áhugavert og ánægjulegt. Gríðarmikil skriða féll á þessu svæði sumarið 2018 og þurfti áin að finna sér nýjan farveg. Veiði var mjög léleg árið eftir en allt virðist á réttri leið og þetta sumar gaf góða veiði og raunar þá bestu síðan árið 2015.

Tungufljót í Biskupstungum gaf 526 laxa í sumar og þar …
Tungufljót í Biskupstungum gaf 526 laxa í sumar og þar var gott hlutfall stórlaxa. Hér er fossinn Faxi í baksýn en fyrir neðan hann hefur verið mikið af laxi í allt sumar. Ljósmynd/ÁB

Tungufljót í Biskupstungum gaf af sér fína veiði í sumar og skilaði 526 löxum þegar upp var staðið. Það var mál manna að mikið væri af laxi neðan við fossinn Faxa og lax veiddist óvenju snemma ofan Faxa. Tungufljótið er ein af þessum ám sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

Víða sást bati í veiði í ám milli ára, en hafa verður í huga að síðustu ár hafa verið slök þegar kemur að laxveiði á Íslandi. Áhyggjuefnið er að þetta er þriðja slaka árið í röð, jafnvel það fjórða, myndu sumir segja. En flestir veiðimenn eiga það sameiginlegt þegar nýtt ár gengur í garð að þá aukast vonir um að framundan sé frábært veiðisumar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert