„Stefnir í þrusu gott partý“

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn er skipuleggjandi sýningarinnar Flugur og veiði …
Sigurður Héðinn, eða Haugurinn er skipuleggjandi sýningarinnar Flugur og veiði sem fram fer undir stúkunni á Laugardalsvelli 27. og 28. apríl. Ljósmynd/Nils Folmer Jörgensen

Undirbúningur að sýningunni Flugur og veiði sem fram fer 27. – 28. apríl, gengur mjög vel. „Það stefnir í þrusu gott partý og nánast öll sýningarplássin er uppseld. Þetta hefur líka stækkað úr því að vera svona hugguleg sýning í upphafi veiðitíma, í að vera nánast alþjóðlegur viðburður,“ upplýsir Sigurður Héðinn sem er maðurinn á bak við sýninguna.

Flinkustu fluguhnýtarar landsins verða á sýningunni og gefst sýningargestum tækifæri á að fylgjast með hvernig þeir bera sig að við að skapa flugurnar sem eiga að gefa í sumar. Veiðileyfasalar, ásamt þeim veiðibúðum sem eru á markaðnum verða á staðnum. Þá segir Sigurður að erlendir framleiðendur muni einnig mæta. „Við verðum með bar og kaffihús og svo verður Silli kokkur með vagninn sinn fyrir utan. Hamborgararnir hans eru eitthvað annað og þeir sem ekki hafa smakkað verða bara að nota tækifærið,“ segir Sigurður Héðinn og kyngir. Greinilegt að Silli hefur kallað fram vatn í munninn á karlinum.

Sigurður Héðinn, með stórlax úr Hnausastreng haustið 2021. Þessi mældist …
Sigurður Héðinn, með stórlax úr Hnausastreng haustið 2021. Þessi mældist 102 sentímetrar og var sá stærsti sem veiddist í Vatnsdal það sumarið. Ljósmynd/HH

Sýningarstaðurinn er svæðið undir stúkunni á Laugardalsvelli, þannig að ekki mun vanta bílastæði.

Fyrst þegar þú nefndir þessa hugmynd, fyrir jól varstu býsna tvístígandi, ekki satt?

„Jú. Það er vægt til orða tekið. Ég var stressaður með hvernig þetta gengi en nú erum við á fljúgandi ferð og það er brjálað að gera í undirbúningi. Ég held að bæði er nokkuð langt síðan að svona sýning var haldin hér heima og svo er fólk að missa sig úr spenningi fyrir veiðitímabilið. Dimmu mánuðirnir eru að baki og það er að birta til og veiðitíminn er handan við hornið. Þannig að þetta er allt að spila vel saman.“

Merki sýningarinnar. Flugur og veiði. Virðulegt að nafnið sé líka …
Merki sýningarinnar. Flugur og veiði. Virðulegt að nafnið sé líka á ensku. The Icelandic Fly Fishing Show. Ljósmynd/Haugur

Haugurinn, eins Sigurður Héðinn er jafnan kallaður mun sjálfur frumsýna nýja hönnun í samstarfi við Baldur Hermannsson höfund Frigga. Nýja hönnunin mun heita Friggi Haugur og er sameinuð útgáfa af þessum tveimur flugum. „Hún er hnýtt með aðferðafræði Friggans og litavali Haugsins. Hún verður frumsýnd í nokkrum útfærslum og verður gaman að heyra viðbrögð manna á sýningunni.“

Heimasíða fyrir Flugur og veiði er komin upp og 98% tilbúinn segir hann. Slóðin er www.flugurogveidi.is. Þar er hægt skoða hverjir sýna og hver dagskráin verður og sitthvað fleira.

Veiðifólk ætti að taka frá þessa daga og skella sér í „þrusupartý,“ eins og Haugurinn segir stefna í. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert