Heil­steikt­ur kjúk­ling­ur með feta­ostasósu

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Þessi réttur er eins „rustik“ og hugsast getur - og bragðgóður eftir því. Að auki er hann auðveldur í framkvæmd, húsið fyllist af girnilegri matarlykt og lífið verður bara nokkuð frábært í leiðinni.

Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn að uppskriftinni en matabloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Heil­steikt­ur kjúk­ling­ur með feta­ostasósu

  • 1 kjúk­ling­ur
  • 6 stór­ar kart­öfl­ur
  • 2 stór­ar gul­ræt­ur
  • 1 sæt kart­afla
  • 4 skarlottu­lauk­ar
  • ½ dl ólífu­olía
  • 2 pressuð hvít­lauksrif
  • maldonsalt
  • pip­ar
  • timj­an
  • 1 msk. bal­sa­mik-edik
  • 1 msk. sojasósa
  • 1 msk. ólífu­olía
  • 2 pressuð hvít­lauksrif

Aðferð:

  1. Skerið kart­öfl­ur og gul­ræt­ur í fernt á lengd­ina og sæta kart­öflu í bita.
  2. Afhýðið skarlottu­lauka og skerið í tvennt.
  3. Setjið græn­metið í eld­fast mót og hellið ólífu­olíu, pressuðum hvít­lauki, salti og pip­ar yfir.
  4. Blandið öllu vel sam­an og ýtið græn­met­inu til hliðar í mót­inu.
  5. Skolið og þerrið kjúk­ling­inn.

Kljúfið kjúk­ling­inn á milli bring­anna og leggið hann flat­ann í miðju eld­fasta móts­ins

  1. Hrærið bal­sa­miked­iki, sojasósu, ólífu­olíu og pressuðum hvít­lauksrifj­um sam­an og penslið blönd­unni yfir kjúk­ling­inn
  2. Stráið salti og pip­ar yfir allt
  3. Setjið í 200° heit­an ofn í 60 mín­út­ur

Köld sósa:

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 150 g mul­inn feta­ost­ur
  • 1 hvít­lauksrif
  • sítr­óna
  • salt
  • pip­ar
  • timj­an sett yfir

Hrærið sýrðum rjóma, feta­osti og pressuðu hvít­lauksrifi sam­an. Smakkið til með sítr­ónusafa, salti og pip­ar. Stráið fersku timj­an yfir áður en sós­an er bor­in fram.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert