Æfir stíft fyrir Bocuse d'Or í Lyon

Bjarni Siguróli Jakobson.
Bjarni Siguróli Jakobson. Kristinn Magnússon

Matreiðslumeistarinn Bjarni Siguróli Jakobsson hefur æft af kappi fyrir aðalkeppni Bocuse d'Or, sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. Fer hún fram í Lyon í Frakklandi í lok janúar.

Síðasta æfing Bjarna hér á landi fór fram í vikunni í húsakynnum Fastus í Síðumúla. Í keppninni hefur hann fimm og hálfa klukkustund til að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn er sannkallað listaverk, borið fram á fallegum sérhönnuðum diskum og glæsilegu fati.

Glæsilegur árangur Bjarna í forkeppni Evrópu í fyrra gaf honum keppnisrétt í aðalkeppni Bocuse d'Or. Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d'Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Þorsteinsson.

Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert