Geggjaður ketófiskur með avókadó og fetaosti

mbl.is/

Frábær fiskréttur með frábæru mauki sem við gerum frá grunni en ekki hvað! Mjög einfalt og súperhollt og súperketo!

Fyrir 2 | 7 g af kolvetnum | Eldunartími 15 mínútur

Þú þarft að eiga: smjör, ólífuoliíu, svartan pipar og gróft salt

Að gera: Hitaðu ofninn í 180° og blástur

Bakaður þorskur með avókadó- og fetamauki

  • 350 g þorskhnakki
  • 2 lítil avókadó, maukuð með gaffli
  • 2 msk. fetaostur
  • 1 kúrbítur, skorinn niður með ostaskera
  • 1 msk. parmesan, rifinn

AÐFERÐ:

1. Steiktu þorskinn í smjöri og kryddaðu með kryddi að eigin vali eða svörtum pipar og grófu salti. Settu hann svo í eldfast mót og inn í ofn í 10 mínútur.

2. Steiktu kúrbítinn í olíu í 2 mínútur. Stappaðu fetaostinn við 1 msk af ólífuolíu og hrærðu hann saman við avókadó. Bættu svo ostinum saman við og kúrbítnum.

3. Berðu maukið fram með fiskinum. Grænt salat er góður kostur með ef þú vilt.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert