Nefndu bjórinn óvart eftir skapahárum

AFP

Kanadískt brugghús hefur beðist afsökunar á því að nefna einn af bjórunum sínum eftir skapahárum, ekki fjöður eins og ætlunin var. Var nafn bjórsins tekið úr tungumáli Maóría-ættbálksins sem heldur helst til á Nýja-Sjálandi. 

Brugghúsið, Hell's Basement Brewery frá Alberta-héraði í Kanada, byrjaði að framleiða svokallaðan Pale Ale-bjór fyrir tveimur árum og var hugtak Maóría notað yfir bjórinn en ætlunin var að kalla hann eftir hugtakinu sem notað er yfir fjöður. Átti það að endurspegla léttan sítruskeim sem af bjórnum er.

Fyrr í vikunni sendi Te Hamua Nikora, þekktur fyrrum sjónvarpsmaður, út myndband á Facebook þar sem hann útskýrði nafn bjórsins, Huruhuru. Þar sagði Nikora að orðið væri oftast notað til að vísa til kynhára og það hefði verið betra ef brugghúsið hefði ráðfært sig við sérfræðing í tungumáli Maóría áður en nafngiftin fór fram. 

Mike Patriquin, stofanandi brugghússins, sagðist í kjölfarið ekki hafa ætlað að móðga neinn og til stæði að endurnefna bjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert