Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segist efast um að hörkuleg meðferð á Erlu Ósk Arnardóttur, á JFK flugvelli í New York fyrir nokkrum dögum, samræmist ákvæðum mannréttindasáttmála. Ráðherra mun hitta sendiherra Bandaríkjanna í dag og koma formlegum mótmælum á framfæri vegna málsins.