Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fóru yfir stöðuna með fulltrúum björgunarsveita, almannavarnanefnda og sveitarfélaga á skjálftasvæðinu. Þau sögðu alla vera samstiga í að hjálpa þeim sem hefðu orðið fyrir áföllum í náttúruhamförunum.