Fleygar setningar í verkum skáldsins einna líkastar orđskviđum:

Sá sem ekki lifir í skáldskap...

Í bókum Halldórs Laxness birtast ólíkar skođanir og eru ţćr sjaldnast hans eigin heldur ţjóna einungis tilgangi skáldverksins hverju sinni. Margar af ţeim persónum er hann hefur skapađ í verkum sínum hafa búiđ um sig í ţjóđarvitundinni. Engu er líkara en ţar sé á ferđ fólk af holdi og blóđi sem hafi veriđ til – sé til – og muni lifa góđu lífi um ókomin ár. Ţađ er eins og ţćr hafi öđlast sjálfstćtt líf, menn vitna í ţćr eins og nákominn ćttingja, – ekki síst í tilsvör ţeirra sem mörg hver eru meitluđ og standa nánast eins og orđskviđir. Ţá eru í verkum skáldsins íhuganir, lýsingar og stemmningar sem eru líkust spakmćlum og geta stađiđ sjálfstćđ. Oft eru ţetta heimspekilegar vangaveltur sem eru eins og djúphugul niđurstađa mikilla ţenkinga. Leikur Halldórs ađ orđum á ekki hvađ minnstan ţátt í ţví hversu fleygar sumar setningar hans hafa orđiđ. Hann hefur lagt sig eftir ţví ađ búa til ný orđ og dusta rykiđ af gömlum sem falliđ hafa í gleymsku enda segir skáldiđ í Vettvángi dagsins: „Ekkert orđ er skrípi, ef ţađ stendur á réttum stađ.“

Lífiđ er saltfiskur
Upphaf Brekkukotsannáls er frćgt en ţar segir: „Vitur mađur hefur sagt ađ nćst ţví ađ missa móđur sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föđur sinn.“ Mörgum hefur ţótt ţessi speki harkaleg og vilja heldur vitna til orđa Jóns Prímusar í Kristnihaldi undir Jökli: „Sá sem ekki lifir í skáldskap lifir ekki af hér á jörđinni.“ Ţá hafa margir fundiđ huggun í orđum Organistans í Atómstöđinni um dauđann en hann segir á einum stađ: „Blóm eru ódauđleg … Ţú klippir ţau í haust og ţau vaxa aftur í vor, – einhversstađar.“ Jarđsambandiđ fáum viđ síđan í orđum Sölku Völku ţegar hún segir: „ ţegar öllu er á botninn hvolft ţá er lífiđ ţó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl.“

Ástin eldisfyrirbćri
Halldór Laxness fjallađi í verkum sínum m.a. um ástina í sinni fjölbreytilegu mynd. Í skáldverkunum er ađ finna ólíkar skođanir á ţessu fyrirbćri mannlífsins, enda er hann gjarn á ađ tefla ţar fram andstćđum viđhorfum. Í Sölku Völku er eftirfarandi tilvitnun: „Ekkert á jörđinni er eins yndislegt og sönn ást milli pilts og stúlku í góđu veđri um nótt á vori, ţegar hestarnir eru sofnađir í túnunum.“ En hins vegar hefur Steinn Elliđi ţetta ađ segja um ástina á einum stađ í Vefaranum mikla frá Kasmír: „Svo bundin er ástin kynfćrum mannsins ađ vanađur mađur kennir hennar ekki; eldisfyrirbćri svo mjög, ađ mađur sem fastar er hrćríngum hennar óháđur. Ţađ er vísindalega stađreynt ađ karlmađur og kona sem elskuđust útaf lífinu hötuđust einsog djöflar eftirađ hafa veriđ svelt hálfan mánuđ í sama klefa.“

Orđhengilsháttur
Skáldiđ var óţreytandi viđ ađ segja skođanir sínar á ţjóđ sinni og reynt eftir megni ađ siđa hana til. Í Alţýđubókinni sem út kom 1929 sagđi hann: „Ţegar ţjóđin hefur lćrt ađ ţvo sér hátt og lágt daglega, og hafa um hönd annan almennan ţrifnađ, er tími til kominn ađ hugleiđa hvort hún eigi ađ hafa ţvílíkan munađ sem presta, en vavrla fyrr. Og til hvers er skáldskapur og fagrar listir međan fólk hefur ekki smekk til ađ hirđa sig? Er hćgt ađ búast viđ ţví ađ menn međ svart undir nöglum og nit í hári geti notiđ hinna smágervu og innilegu blćbrigđa í ćđri listum? Í bernsku var ég ţeirrar trúar ađ trúarbrögđ, skáldskapur og listir yrđu oss til blessunar, en nú finst mér brýnni ţörf á rafmagnsljósum, bađáhöldum og vatnssalernum.“ Fjórum áratugum síđar var skáldiđ enn međ pennann á lofti ađ gagnrýna ţjóđ sína. Í Innansveitarkroniku er ađ finna eftirfarandi klausu: „ Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og ţó enn síđur fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandrćđi sín međ ţví ađ stunda orđheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu viđ; en verđi skelfíngu lostnir og setji hljóđa hvenćr sem komiđ er ađ kjarna máls. Afturámóti klífa ţeir ţrítugan hamarinn til ađ verđa viđ bćnarstađ vina og frćnda, enda mundi landsbygđ á Íslandi hafa lagst niđur fyrir mörgum öldum ef eigi vćri svo. Ţó er enn ein röksemd sem íslendíngar eru fúsir ađ hlíta ţegar alt um ţrýtur, en ţađ er fyndni; má vera aulafyndni. Viđ hlćgilega lygisögu mýkist ţjóđfélagiđ og fer ađ ljóma upp; jarđvegur sálarinnar verđur jákvćđur.“

Skáldin rćflar og aumingjar
Skáld og skáldskap ber, sem von er, oft á góma í verkum Halldórs Laxness. Ţar, eins og í öđru, koma fram andstćđ sjónarmiđ. Í Heimsljósi, ţar sem ađalpersónan er skáldiđ Ólafur Kárason Ljósvíkingur, eru settar fram ýmsar skođanir á ţessari stétt manna. Ljósvíkingurinn segir á einum stađ: „ţađ er ekkert einstakt happ, hvorki hćkkađ kaup né betri veiđi, sem getur lćknađ skáldiđ af sársaukanum, ekkert nema betri heimur. Ţann dag sem heimurinn er orđinn góđur hćttir skáldiđ ađ finna til, en fyr ekki. En um leiđ hćttir hann líka ađ vera skáld.“ Á öđrum stađ segir: „sat hann uppi, stundum alla nóttina, og skrifađi alt hvađ af tók, einsog heimsendir gćti duniđ yfir ţegar minst varđi, og alt vćri undir ţví komiđ ađ geta skrifađ nógu marga bókstafi áđuren sólin, túngliđ og stjörnurnar yrđu ţurkađar út.“ Hún er ekki eins glćsileg myndin sem Ólafur Kárason dregur upp af skáldinu annar stađar í verkinu: „ Og hér sitjum viđ á ţröskuldi manna skjálfandi um nótt, ţú hetja og ég skáld: tveir aumíngjar.“

Ađrar persónur verksins hafa vitaskuld skođanir á ţví hvers kyns hópur skáld eru. Kamarilla á Fćti undir Fótarfćti segir til dćmis: „... öll skáld eru helvítis rćflar og óbótamenn, nema hann Hallgrímur heitinn Pétursson.“ Önnur kvenpersóna verksins, Jórunn, segir hins vegar um skáldin: „Og skáld hugsa hugsanir manns betur en mađur sjálfur.“ Annađ skáld, í öđru verki, Bjartur í Sumarhúsum í Sjálfstćđu fólki hafđi hins vegar eftirfarandi afstöđu til skáldskapar: „ekki taldi hann fullkomnin skáldskap ţađ sem ódýrara var kveđiđ en hrínghendar ferskeytlur.“ Hann sagđi síđan á öđrum stađ: „Sá sannleiki sem ekki getur rímađ … ţađ er einginn sannleiki. Rímiđ er sannleiki útaf fyrir sig ef ţađ er rétt.“

Ţrá er sauđkindin...
Í skáldverkum Halldórs Laxness koma fram fjölmargar skođanir á konum og kannski ekki ađ undra. Líklega verđa menn ađ leita allt aftur til Íslendingasagna til ađ finna kvenpersónur í bókmenntum sem jafnast á viđ ţćr Sölku Völku, Snćfríđi Íslandssól í Íslandsklukkunni, Uglu í Atómstöđinni og Úu Kristnihaldi undir Jökli. Í Íslandsklukkunni eru eftirfarandi orđ Jóns Hreggviđssonar ţar sem hann lýsir ţví ţegar Snćfríđur leysir hann úr haldi á Ţingvöllum: „ Einusinni var dauđadćmdur mađur á Ţíngvöllum viđ Öxará. Ađ morgni verđurđu höggvinn. Ég lýk upp augunum og hún stendur yfir mér hvít, í gulli, og ekki nema spönn yfrum lífiđ, međ ţessi bláu augu og ég svartur. Hún ríkir yfir nóttinni og leysir ţig. Hún er og verđur sú sanna drotníng alls Norđurheims og hiđ ljósa man međ huldukroppinn eins ţótt hún sé svikin; og ég svartur.“ Snćfríđur sagđi síđar viđ Jón Hreggviđsson: „Sá sem ţú réttir beiníng er ţinn óvin.“ Eydalín lögmađur, fađir Snćfríđar, dćsti hins vegar yfir dóttur sinni og sagđi: „Til eru úngar stúlkur sem gera alt jafn ótrygt í kríngum sig, loft, jörđ og vatn.“ Magnús í Brćđratungu, eiginmađur Snćfríđar lét á hinn bóginn ţessi orđ falla um hana: „Kona sem hrasar í barndómi ţroskast ekki.“ Bjartur í Sumarhúsum í Sjálfstćđu fólki lét sér nćgja ađ segja: „Ţrá er sauđkindin en hvađ er ţađ á móts viđ kvenkindina.“





© Morgunblađiđ 1998.

Ritaskrá

Leiksýningar

Skáldskapurinn

Persónusköpun

Heimildir og sögusviđ

Umsagnir vestra

Umsagnir í Ţýskalandi

Umsögn í NY Review of Books