Halldór Laxness kannađi vel sögusviđ verka sinna og nýtti sér ýmsar heimildir:

Veröldin eins og útvíkkun á sveitinni

Halldór Laxness rannsakađi ćvinlega sögusviđ og umhverfi verka sinna mjög nákvćmlega áđur en hann sendi bćkurnar frá sér, auk ţess ađ nýta sér í sögulegum skáldsögum sínum ritađar heimildir. Ţá var međgöngutími verkanna oft langur, stundum skipti hann jafnvel áratugum. Gott dćmi um ţađ er skáldsagan Paradísarheimt sem út kom áriđ 1960.

Ţegar Halldór var ungur drengur í skóla rakst hann á ferđasögu bónda nokkurs undan Eyjafjöllum sem hét Eiríkur Ólafsson og var kenndur viđ Brúnir. Eiríkur á Brúnum hafđi heyrt biskup frá Utah í Bandaríkjunum, sem raunar var íslenskur, lýsa hinu fyrirheitna landi mormóna hinum megin viđ úthöfin og eyđimerkur veraldarinnar. Eiríkur heillađist af ţessari hugmynd um ríkiđ góđa og nótt eina međan allir sváfu reis bóndi úr rekkju, kyssti sofandi börn sín sem hann unni ofar öllu á jörđu, fađmađi ađ sér konu sína og var á brott. Saga Eiríks á Brúnum varđ kveikjan ađ skáldsögu Halldórs um Steinar bónda í Steinahlíđum.

Í greinasafninu Upphaf mannúđarstefnu frá árinu 1964 sagđi Halldór frá tildrögum Paradísarheimtar og ţar skrifađi skáldiđ:

„Haustiđ 1927 ţegar ég stóđ í fyrsta sinni andspćnis musterinu í Salt Lake City [höfuđborg Utah-ríkis] međ hásmíđuđum turnum sínum ţráđbeinum upp og ofan, og hinumegin viđ torgiđ kúrir tabernakliđ ávalt og ílángt, ađ innan í laginu einsog Munnur Guđs, ţá kom upp í hug mínum sagan sem ég hafđi lesiđ af tilviljun dreingur, um pílagímsfarir lítils karls um veröldina í leit ađ fyrirheitna landinu, og ef hćgt var, enn viđurhlutameiri raunir sem fólk hans ratađi í eftir ađ hann var farinn. Ég vissi ekki fyr en ég var farinn ađ leiđa saman sögu ţessa viđ sjálfan veruleikann. Hugmyndin hélt síđan áfram ađ sćkja á mig í meira en ţrjátíu ár.“

Halldór Laxness segir í grein sinni ađ hann hafi aftur og aftur tekist á viđ ţetta yrkisefni en ekki náđ ađ festa hendur á ţví en honum „fanst ađalatriđiđ, hiđ fyrirheitna land, aldrei ćtla ađ komast í brennipúnkt.“ Á árunum 1958 og 1959 einbeitti Halldór sér ađ efni Paradísarheimtar, rifjađi upp sögu Eiríks frá Brúnum og lagđi leiđ sína um Suđurland til ađ skođa stađhćtti međ hliđsjón af atburđum sögunnar. Sumariđ 1959 hvarf Halldór svo til Bandaríkjanna sömu erinda og dvaldist lengstum í Utah-ríki ţar sem afkomendur íslenskra innflytjenda iđka enn mormónatrú. Hinn 4. október 1959 skrifađi hann Auđi, konu sinni, bréf frá hinu fyrirheitna landi Eiríks á Brúnum:

„Ég er búinn ađ útrétta hér í Utah mest af ţví sem ég get gert, hef komist hér alveg á rekspöl međ yrkisefni mitt, svo ađ nú liggur afgángur bókarinnar rakinn fyrir mér. Fyrir bragđiđ sćkja á mig hugmyndir og atriđi sem bíđa útfćrslu svo ég hef ekki viđ ađ hripa upp minnisgreinar og gera grindur í nýa og nýa kapítula. Ég var fjóra daga hjá Bearnson um daginn og talađi viđ fólk í Spanish Fork, Provo og Springville, mest íslenskćttađ, svo tugum skifti, suma dagana var ég í heimsóknum hjá ţví frá morni til kvölds, hverjum á eftir öđrum. Ţađ var óhemjulega lćrdómsríkt og ég fékk feikn af traustum fróđleik um íslenskt landnemalíf hér frá fyrstu hendi.“

Ţarna sést hversu ýtarlega Halldór hefur kannađ sögusviđ Paradísarheimtar en sama má raunar segja um önnur verk hans. Hann grandskođar heimildir, bćđir rituđ gögn og munnlega geymd. Í Íslandsklukkunni nýtir Halldór sér lýsingar Jóns Indíafara og í Paradísarheimt skrif Eiríks á Brúnum en í bókum ţessum styđst skáldiđ vitaskuld viđ ýmsar ađrar heimildir. Hann nefnir Jón og Eirík „ósvikna sveitasagnfrćđinga“ og einkenni ţá ađ ţeir sjái „veröldina fyrir sér eins og útvíkkun á sveit sinni og framhald af henni“ og bćtir síđan viđ um Eirík á Brúnum: „hvort heldur hann lýsir hóruhúsunum eđa kóngafólkinu í Kaupmannahöfn ellegar sćluríkinu í Utah er hann ćvinlega kyr á hlađinu heima í sveit sinni.“





© Morgunblađiđ 1998.

Ritaskrá

Leiksýningar

Skáldskapurinn

Persónusköpun

Fleyg orđ

Umsagnir vestra

Umsagnir í Ţýskalandi

Umsögn í NY Review of Books