Magnús leigir höllina á 550 þúsund á mánuði

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sett húsið …
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sett húsið á leigu.

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sett einbýlishús sitt við Huldubraut í Kópavogi á leigu. Húsið er 360 fm að stærð og vill hann fá 550 þúsund fyrir húsið á mánuði. 

Árið 2017 setti Magnús Ólafur húsið á sölu og var verðmiðinn á því 150 milljónir. Húsið stendur á besta stað í Kópavogi, beint á móti Nauthólsvík, og er með sjávarútsýni. Stórir og miklir gluggar prýða stofuna og eru vandaðar innréttingar í húsinu en það var áður í eigu Ólafs Ólafssonar útrásarvíkings og Ingibjargar Kristjánsdóttur arkitekts. 

Ólafur Ólafsson bjó við Huldubraut 28 ásamt eiginkonu sinni og …
Ólafur Ólafsson bjó við Huldubraut 28 ásamt eiginkonu sinni og börnum. mbl.is/Golli

En salan gekk ekki eftir og þá leigði Magnús Ólafur húsið út til ferðamanna í gegnum airbnb. Nú er lítið að gerast á þeim markaði og er húsið nú auglýst til sölu á leiguvef mbl.is. 

„Flott 360 m2 einbýlishús rétt við sjóinn og flott útsýni yfir Fossvoginn. Húsið er byggt í 1992 með stórri stofu með háum gluggum með útsýni yfir Fossvoginn að Nautholtsströnd, stór borðstofa og stórt eldhús, með borðplássi. Skrifstofa/bókasafn, 4 stór svefnherbergi, 3 1/2 baðherbergi, stórt þvottahús og risastór 180 m2 kjallari (ekki talinn með í 360 m2 íbúðarrými), með stóru baðherbergi með heitum pott og sauna. Stór innanhússbílskúr fyrir 2 bíla með upphleðslu fyrir rafagnsbíl,“ segir í auglýsingu á leiguvef mbl.is. 

Af leiguvef mbl.is: Huldubraut 28 

Útsýnið úr húsinu er heillandi.
Útsýnið úr húsinu er heillandi.
Húsið er reisulegt að utan.
Húsið er reisulegt að utan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál