Heitustu haustskegg landsins

Þessi skegg eru að gera góða hluti.
Þessi skegg eru að gera góða hluti. Samsett mynd

Myndarlegt skegg er til mikillar prýði og gefur herranum mikinn karakter. Frá elstu tímum hefur verið talað um skegg sem tákn um karlmennsku, krafta og áreiðanleika enda aðalsmerki karlkynsins.

Smartland tók saman heitustu haustskegg landsins.

Helgi Björnsson - leikari og tónlistarmaður

Helgi Björns hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna undanfarna áratugi. Hann hélt uppi stuðinu á laugardagskvöldum fyrir örfáum árum og fékk marga til að gleyma kórónuveirunni. Listamaðurinn státar sig af glæsilegu skeggi sem rammar inn bjart og heillandi bros hans.

Helgi Björnsson
Helgi Björnsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Júníus Meyvant - tónlistarmaður

Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur undir sviðslistanafninu Júníus Meyvant, hefur átt mikilli velgengni að fagna á undanförnum árum. Söngvarinn hefur gefið út tvær breiðskífur, Floating Harmonies og Across The Borders. Júníus er með fagurt og afar einkennandi skegg.

Júníus Meyvant
Júníus Meyvant Eggert Jóhannesson

Mugison - tónlistarmaður

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er einn af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar enda með ómótstæðilegan hljóm. Mugison er með þykkt og glæsilegt skegg.

Tónlistarmaðurinn Mugison
Tónlistarmaðurinn Mugison

Kári Stefánsson - forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar 

Kári Stefánsson er maður sem allir landsmenn þekkja, en tæplega 200.000 Íslendingar hafa tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar með því að gefa lífsýni í þágu læknavísinda. Kári hirðir vel um skeggið sitt enda ákveðið einkennismerki taugalæknisins.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með glæsilegt skegg.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með glæsilegt skegg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Villi Neto - leikari og uppistandari

Vilhelm Neto er einn vinsælasti leikari og uppistandari á Íslandi í dag. Hann fer með hlutverk í nýrri sýningu Borgarleikhússins, Deleríum Búbónis, og mun glæsilegt yfirvaraskegg leikarans án efa vekja eftirtekt áhorfenda.

View this post on Instagram

A post shared by Vilhelm Neto (@villineto)

Krummi Björgvins - tónlistarmaður

Krummi gerði garðinn frægan með íslensku pönkhljómsveitinni Mínus en hún sigraði Músíktilraunir árið 1999. Krummi hefur verið stór hluti af íslensku tónlistarsenunni alla tíð síðan enda með rokkið í hjartanu. Rokkarinn er með þrusuflott skegg.

Krummi Björgvinsson.
Krummi Björgvinsson. Ómar Óskarsson

Dagur B. Eggertsson - borgarstjóri

Dagur B. hefur gegnt embætti borgarstjóra frá árinu 2014. Hann er smekksmaður og heldur skegginu til haga.

Fundur í borgarstjórn Reykjavíkur - Dagur B. Eggertsson.
Fundur í borgarstjórn Reykjavíkur - Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Árni Sæberg

Benjamin Hardman - ljósmyndari

Benjam­in er heimsþekkt­ur ljós­mynd­ari, búsettur á Íslandi. Hann er mjög vinsæll á Instagram með yfir 700.000 fylgjendur. Hardman er með þykkt og flott skegg sem frýs reglulega en ljósmyndarinn vinnur mikið á heim­skauta­svæðinu.

Ahd Tamimi - leikari

Ahd Tamimi deilir tíma sínum á milli Íslands og Lundúna þar sem hann starfar sem leikari. Tamimi er trúlofaður danshöfundinum Lee Proud. Leikarinn státar sig af glæsilegu skeggi.

View this post on Instagram

A post shared by Ahd Tamimi (@ahdt)

Kristján Sindri Níelsson - kraftlyftingamaður

Kraftlyftingarmaðurinn Kristján Sindri er sannkallaður víkingur og algjör þrekskokkur. Hann er reffilegur með skeggið sitt og sigrar hverja kraftlyftingakeppnina á fætur á annarri.

Markús Ingi Guðnason - bakari hjá DEIG

Markús Ingi er einn þeirra sem bakar bragðgóðu kleinuhringina og beyglurnar sem seljast upp daglega hjá DEIG. Ætli velgengnin liggi í skegginu?

Markús Ingi Guðnason hjá Deigi bakaríi.
Markús Ingi Guðnason hjá Deigi bakaríi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgvin Páll Gústavsson - handboltastjarna

Björgvin Páll hefur lengi verið þekktur sem einn af bestu markvörðum í heimi. Hann hefur varið óteljandi mörk fyrir íslenska landsliðið í handknattleik og félagslið víðs vegar um heiminn. Björgvin Páll þarf þó ekki að verja ákvörðun sína þegar kemur að þessu föngulega skeggi.

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson - veitingamaður

Ólafur Örn, veitingamaður á Brút og Vínstúkan tíu sopar, er mikill fagurkeri og kann vel að meta litlu hlutina í lífinu, eins og góðan kaffibolla. Ólafur Örn er ein skærasta stjarna íslensku matarsenunnar og með flottasta skeggið í bransanum.

Ólafur Örn Ólafsson kemur að opnun þriggja nýrra veitingastaða á …
Ólafur Örn Ólafsson kemur að opnun þriggja nýrra veitingastaða á næstu misserum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Baltasar Kormákur - leikstjóri 

Baltasar Kormákur er ofarlega á lista yfir flottustu skegg landsins en hann hefur náð langt á alþjóðlegum vettvangi sem leikstjóri og framleiðandi. Grásprengt skeggið gefur honum svip virðuleika. 

Goddur - listamaður og prófessor

Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, er magnaður listamaður og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Goddur hefur tekið þátt í og staðið fyrir fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis. Það þekkja hann allir á skegginu.

Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur.
Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur.

Jón Baldur Bogason - skeggáhugamaður

Jón Baldur Bogason er mikill áhugamaður um skegg. Hann hefur skartað skeggi sínu árum saman og tekið þátt í keppnismótum í skeggvexti um allan heim. Jón Baldur hugsar vel um skeggið enda er það sigurvegari.

Gunnar Nelson - bardagaíþróttamaður

MMA-bardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson er alltaf klár í slaginn. Hann er þekktur fyrir að leggja andstæðinga sína að velli enda margfaldur meistari. Hann er duglegur að æfa og brosir í gegnum skeggið.

Gunnar Nelson er alltaf flottur.
Gunnar Nelson er alltaf flottur. Ljósmynd/ÍsleifurEli

Valdimar Guðmundsson - söngvari

Valdimar Guðmundsson er söngvari og forsprakki hljómsveitarinnar Valdimar. Söngvarinn er þekktur fyrir silkimjúka rödd sína, en hann er alfarið sjálflærður söngvari. Valdimar er með fallegt rauðbrúnt skegg.

Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður.
Valdimar Guðmundsson tónlistarmaður. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Darri Ólafsson - leikari 

Ólafur Darri er einn farsælasti leikari okkar Íslendinga. Hann hefur verið í ófáum hlutverkum á undanförnum árum og lék meðal annars í þáttaröðinni Severance og kvikmyndunum The Secret Life of Walter Mitty og Zoolander 2 ásamt Ben Stiller. Ólafur Darri er þekktur fyrir skeggvöxt sinn.

Ólafur Darri Ólafsson er eftirsóttur leikari.
Ólafur Darri Ólafsson er eftirsóttur leikari. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál