Ekki spurning um sjálfstraust

Kristinn Freyr Sigurðsson var öflugur í liði Valsmanna í dag.
Kristinn Freyr Sigurðsson var öflugur í liði Valsmanna í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir, sérstaklega ef við horfum á það hvernig þessi deild er að spilast,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals eftir 3:1 sigur liðsins á KA í áttundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag.

„Við erum að reyna safna stigum og við erum lítið að horfa á töfluna. Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, þótt úrslitin gefi það kannski ekki til kynna. KA er með frábært lið og þetta var hörkuleikur hérna í dag. Þetta hefði hæglega getað endað í jafntefli, þeir settu mikla pressu á okkur í síðari hálfleik en við náðum sem betur fer að loka þessu undir restina.“

Kristinn hefur verið að glíma við meiðsli frá því í …
Kristinn hefur verið að glíma við meiðsli frá því í vor en er allur að koma til. mbl.is/Árni Sæberg

Kristinn Freyr var ekki heill heilsu í upphafi móts en hann er allur að koma til sem eru frábærar fréttir fyrir Valsmenn.

„Ég er að komast aftur í gang, ég er búinn að vera í smá brasi með meiðsli frá því í æfingaferðinni okkar í vor. Ég er að komast aftur í gang og vonandi get ég farið að sýna mitt rétta andlit í næstu leikjum og verið sá leikmaður sem Óli býst við að ég sé. Þetta er ekki spurning um sjálfstraust, þetta snýst um meiðslin sem hafa verið að hrjá mig og ég hef ekki getað beitt mér 100%. Ég hef ekki fundið neina verki núna, síðustu sólahringa og þetta er allt á réttri leið hjá mér,“ sagði Kristinn Freyr að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert