Mark á fyrstu mínútu dugði FH

Birnir Snær Ingason Fjölnismaður fer fram hjá Davíð Þór Viðarssyni …
Birnir Snær Ingason Fjölnismaður fer fram hjá Davíð Þór Viðarssyni fyrirliða FH í leiknum í kvöld. mbl.is/Arnþór

FH lagði Fjölni að velli, 1:0, í 13. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Kaplakrikavelli í kvöld.

FH-ingar gerðu þó nokkrar breytingar á liði sínu, enda nýkomnir frá Ísrael þar sem þeir spiluðu í Evrópudeildinni og eftir aðeins þrjá daga kemur Hapoel Haifa í heimsókn á Kaplakrika. Umrótin í liðinu kom þó ekki að sök, fyrsta og eina mark leiksins kom strax á fyrstu mínútu, eftir 50 sekúndur.

Það var Robbie Crawford sem skoraði sigurmarkið með föstu skoti í gegnum þéttan varnarpakka Fjölnismanna eftir að Jónatan Ingi Jónsson lagði boltann upp fyrir hann. Fjölnismönnum tókst ekki að jafna metin en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma fékk Ægir Jarl Jónasson beint rautt spjald fyrir háskalega tæklingu á Viðari Ara Jónssyni.

FH 1:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Fjölnir fær hornspyrnu Léleg spyrna og ekkert verður úr þessu tækifæri Fjölnismanna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert