Færeyingar sagðir hafa áhuga á Guðjóni

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, gæti verið á leið til Færeyja samkvæmt frétt á netmiðlinum Fótbolti.net. 

Miðillinn segir fleiri en eitt lið hafa augastað Guðjóni en ekkert þeirra er nefnt á nafn. Þá er rifjað upp að fyrir um áratug kom Guðjón til greina sem landsliðsþjálfari Færeyja. 

Heimir Guðjónsson er búinn að stýra HB til sigurs í færeysku deildakeppninni en Heimir lék undir stjórn Guðjóns á sínum tíma hjá KA og KR. Þá varð Kristján Guðmundsson meistari í Færeyjum árið 2010, einnig með HB. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert