Mótsmiðasala hefst í dag

Dagný Brynjarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir á góðri …
Dagný Brynjarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir á góðri stundu með kvennaliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mótsmiðasala á alla heimaleiki A landsliðs kvenna í undankeppni EM 2021 í knattspyrnu hefst í dag, 19. júní klukkan 12 á hádegi. Mótsmiðahafar fá kort með nafninu sínu og upplýsingum um sæti. Kortið verður strikamerkt og gildir sem aðgöngumiði á alla leikina. 

Um er að ræða fjóra leiki á Laugardalsvelli, gegn Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðamótin ágúst/september 2019 og gegn Lettlandi og Svíþjóð í júní 2020. Ársmiðarnir verða afhentir (eða sendir í pósti) í gjafaöskju með óvæntum glaðningi, að því er segir á heimasíðu KSÍ.

Auk þess að tryggja ársmiðahafa sæti á öllum heimaleikjum Íslands í undankeppni EM 2021 fá korthafar aðgang að opinni æfingu liðsins, auk þess sem fylgir afsláttur af landsliðsvörum segir á heimasíðunni.

Nánari upplýsingar um verð og miðasölu má finna HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert