Afturelding úr fallsæti

Bjarki Aðalsteinsson í baráttunni við Þorstein Örn Bernharðsson á Ásvöllum …
Bjarki Aðalsteinsson í baráttunni við Þorstein Örn Bernharðsson á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Arnþór

Ásgeir Örn Arnþórsson og Alexander Aron Davorsson skutu Aftureldingu úr fallsæti þegar liðið vann 2:0-sigur gegn Njarðvík í 8. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni,  á Rafholtsvellinum í Njarðvík í kvöld. Ásgeir kom Aftureldingu yfir á 80. mínútu og Alexander innsiglaði sigur Mosfellinga með marki í uppbótartíma. Afturelding fer með sigrinum upp í níunda sæti deildarinnar í 9 stig en Njarðvík er áfram í tíunda sætinu með 7 stig.

Þá reyndist Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hetja Leiknismanna sem unnu 2:1-sigur gegn Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Sean De Silva kom Haukum yfir á 7. mínútu en Sævar Atli Magnússon jafnaði metin fyrir Leikni á 34. mínútu áður en Gyrðir skoraði sigurmark leiksins á 78. mínútu. Leiknir fer með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar í 12 stig en Haukar eru áfram í fallsæti með 6 stig í ellefta sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert