KA fær spænskan miðjumann

Iousu Villar, 32 ára spænskur miðjumaður, er kominn til liðs …
Iousu Villar, 32 ára spænskur miðjumaður, er kominn til liðs við KA en hann lék með Ibiza í spænsku D-deildinni á síðasta tímabili. Ljósmynd/KA

Knattspyrnumaðurinn Iosu Villar er genginn til liðs við KA, en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins. Villar er spænskur miðjumaður, en honum er ætlað að fylla skarð Daníels Hafsteinssonar hjá félaginu sem samdi við sænska úrvalsdeildarfélagið Helsingborg í vikunni.

Þessi 32 ára gamli leikmaður lék síðast með Ibiza í spænsku D-deildinni þar sem hann skoraði tvö mörk í 30 deildarleikjum en hann mun klára tímabið með Akureyringum. KA er í miklu basli í úrvalsdeildinni og er í fallsæti eftir fyrstu tólf umferðirnar með 12 stig.

Villar er ekki kominn með leikheimild með liðinu en hún ætti að detta inn síðar í dag. KA mætir ÍA á Greifavelli á Akureyri á sunnudaginn kemur og þarf liðið nauðsynlega á sigri að halda til þess að rífa sig af botnsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert