Víkingar fá góðan liðsauka

Kristín Erna Sigurlásdóttir í leik með KR gegn Val á …
Kristín Erna Sigurlásdóttir í leik með KR gegn Val á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalið Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsauka því Eyjakonan Kristín Erna Sigurlásdóttir er komin til liðs við það og spilar með Víkingum í 1. deildinni í sumar.

Kristín var lengi burðarás í liði ÍBV en lék með KR á síðasta tímabili og spilaði enn fremur með Fylki árið 2016. Hún hefur skorað 45 mörk í 136 úrvalsdeildarleikjum, þar af 104 leiki með ÍBV, og hún skoraði 46 mörk í 45 leikjum fyrir Eyjaliðið þegar það lék í 1. deildinni á árunum 2008 til 2010. Þá á Kristín að baki tíu leiki með yngri landsliðum Íslands. Hún gekk til liðs við ÍBV á ný í vetur en hefur nú gengið frá félagaskiptum í Víking.

Víkingur hafnaði í sjöunda sæti 1. deildar á síðasta tímabili en þá var félagið með sjálfstætt kvennalið í fyrsta skipti frá 1985. Víkingar höfðu frá aldamótum verið í samstarfi með HK með meistaraflokk kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert