10 Leiknismenn unnu magnaðan sigur á Val

Mikkel Jakobsen sóknarmaður Leiknis reynir að komast framhjá Hólmari Erni …
Mikkel Jakobsen sóknarmaður Leiknis reynir að komast framhjá Hólmari Erni Eyjólfssyni miðverði Vals í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Leiknir vann magnaðan 1:0-baráttusigur gegn Val í Breiðholti í Bestu deild karla í knattspyrnu ú dag. Leiknismenn voru manni færri í rúmlega 70 mínútur en barátta liðsins skilaði sigrinum.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur og var fátt um fína drætti hjá báðum liðum. Zean Dalugge fékk að líta beint rautt spjald eftir rúmlega 18 mínútna leik og við það færðist Leiknis-liðið aftar á völlinn. Valur var með boltann nánast allan fyrri hálfleikinn en sköpuðu fá færi. Heiðar Ægisson fékk líklega besta færi fyrri hálfleiks en hann setti boltann yfir markið einn gegn Viktori Frey markverði Leiknis.

Seinni hálfleikurinn spilaðist ekki ósvipað og sá fyrri. Valsmenn voru miklu meira með boltann en voru í vandræðum með að skapa sér færi. Leiknismenn vörðust af mikilli skynsemi og beittu skyndisóknum. Valur virtist þó alltaf vera með leikinn í sínum höndum og biðu líklega flestir eftir að ísinn yrði brotinn. Þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum var ísinn svo loksins brotinn en það voru Leiknismenn sem komust yfir, þvert gegn gangi leiksins. Birgir Baldvinsson fékk boltann þá í teignum vinstra megin, kom sér í skotfæri og laumaði honum framhjá Frederik Schram í marki Vals.

Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir Leiknismenn í fallbaráttunni því staðreynd. Liðið er nú með 17 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Valur er nú aðeins á eftir í Evrópubaráttunni en liðið er í fjórða sæti með 32 stig, átta stigum frá KA í þriðja sæti.

Leiknir R. 1:0 Valur opna loka
90. mín. Valur fær hornspyrnu Á sama tíma er tilkynnt um þriggja mínútna uppbótartíma. Frederik kemur fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert