Við þurfum að læra að vinna leiki

Willum Þór Willumsson í baráttunni í gær.
Willum Þór Willumsson í baráttunni í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum algjörlega með þá í fyrri hálfleik svo það ógeðslega svekkjandi að við skyldum ekki drepa leikinn, skora tvö eða þrjú mörk og þá er þetta búið,“ sagði Willum Þór Willumsson.

„Við ætluðum að koma frá fyrstu mínútu og pressa á þá, leyfa þeim að halda að þeir gætu spilað boltanum út frá markinu en vinna þá boltann og keyra á þá.  Mér fannst það ganga mjög vel enda algjörlega það sem við ætluðum að gera en við áttum að gera út um leikinn þegar við höfðum yfirhöndina.“

Willum Þór telur ekki þurfa að breyta miklu fram að næsta leik en þó ein mikilvæg lexía. „Við förum nú næsta leik fyrst og fremst til að vinna hann en svo líka að bæta okkur til að gera okkur klára fyrir næstu leiki.  Ég held að við þurfum ekki að breyta svo miklu – bara reyna eins og við byrjuðum leikinn, halda því áfram og vinna svo líka seinni hálfleikinn en við þurfum að læra að vinna leiki,“ bættum Willum Þór við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka