„Þú mátt vera í fýlu núna“

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. mbl.is/Óttar Geirsson

„Það er aldrei neinn sáttur þegar hann fær ekki að byrja inn á,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í Fyrsta sætinu.

Arnar, sem er 51 árs gamall, er sigursælasti þjálfari landsins undanfarin ár en hann hefur gert Víkinga tvívegis að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum frá árinu 2019. 

Enga fýlupúka á æfingunni

Arnar er með stóran og breiðan hóp núna en hann var meðal annars spurður að því hvernig hann héldi leikmönnum liðsins á tánum og hungruðum, ár eftir ár.

„Við tökum fund daginn fyrir leik þar sem ég tilkynni byrjunarliðið,“ sagði Arnar.

„Þú mátt vera í fýlu núna og þangað til æfingin byrjar segi ég við þá leikmenn sem fá ekki að byrja en ég tek það mjög skýrt fram að ég vilji ekki sjá neina fýlupúka á æfingunni sjálfri.

Ef það byrjar þá er þetta dautt frá byrjun,“ sagði Arnar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka