Liverpool hefur viðræður

Arne Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku bikarkeppninni um …
Arne Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku bikarkeppninni um síðustu helgi. AFP/Maurice van Steen

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur hafið viðræður við hollenska félagið Feyenoord vegna knattspyrnustjórans Arne Slot.

Miðlar á borð við The Athletic, Sky Sports og The Times greina frá því að Slot sé efstur á blaði hjá Liverpool þegar kemur að því að ráða eftirmann Jürgens Klopps.

Liverpool og Feyenoord hófu formlega viðræður í dag og er hinn 45 ára gamli Slot sagður mjög áhugasamur um að taka við starfinu hjá enska stórliðinu.

Samkvæmt The Athletic eru enn önnur nöfn á blaði en Slot er skotmark númer eitt og hafa forráðamenn Liverpool rætt persónulega við hann.

Sky Sports greinir þá frá því að viðræðurnar gætu tekið fljótt af vegna áhuga Slots um að taka við Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert