Sýndarveruleikagleraugu væntanleg frá PlayStation

PlayStation þróar sýndarveruleikagleraugu fyrir PlayStation 5.
PlayStation þróar sýndarveruleikagleraugu fyrir PlayStation 5. Skjáskot/PlayStation

PlayStation heldur áfram að þróast í takt við nútímann og tilkynnti í gær að sýndaveruleikagleraugu frá fyrirtækinu væru væntanleg.

Sýndarveruleikagleraugun heita PlayStation VR2 og eru sögð vera næsta kynslóð leikjaupplifunar í gegnum PlayStation 5-leikjatölvur.

Gleraugun búa að fjórum myndavélum ásamt sérstökum augnhreyfingaskynjara fyrir hvort augað. Sérstakar fjarstýringar fylgja gleraugunum sem tengjast þeim í gegnum bluetooth tækni.

„Munið, að þetta er aðeins snefilþefurinn af því sem koma skal og ég get ekki beðið eftir því að deila fleiri smáatriðum um PS VR2 með ykkur,“ segir Hideaki Nishino, varaforseti leikjatölvu upplifunar í PlayStation, í tilkynningunni sem birt var á bloggsíðu PlayStation.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert