Nintendo fellir niður heimsmeistaramótið

Ljósmynd/Unsplash

Smash Bros-leikmenn fengu óvæntan skell þegar tilkynnt var um að heimsmeistaramótinu í leiknum á næsta ári yrði aflýst. 

„Án nokkurrar viðvörunar, kvöldið fyrir þakkargjörðarhátíðina, fengum við tilkynningu frá Nintendo sem sagði að við gætum ekki haldið áfram þessari starfsemi,“ segir í tilkynningu mótastjórnar á Medium.

„Þetta kom okkur sérstaklega á óvart í ljósi þess að við höfðum verið samskiptum við Nintendo undanfarna tólf mánuði.“

Óvíst er hvað þetta þýði fyrir rafíþróttasenu Smash Bros þar sem fleiri mótum hefur nú þegar verið aflýst vegna þessa.

Grasrótin heldur sínu striki

Grasrótarstarfsemin verður þó ekki lögð niður og mun íslenska mótaröðin Zoner's Paradise, í Super Smash Bros, halda sínu striki. Næsta mót Zoner's Paradise fer fram í janúar á næsta ári.

Vert er að nefna að sautján Íslendingar fóru erlendis fyrr á árinu til þess að taka þátt á Norðurlandamótinu Midgard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert