Haas-liðið hefur dregið lærdóm af misheppnuðum dekkjaskiptum í kappakstrnium í Melbourne og stokkað upp þjónustusveit sína fyrir keppnina í Barein um helgina.
Liðsstjórinn Günther Steinar tekur þó skýrt fram, að með þessu sé ekki skuldinni skellt á tiltekna einstaklinga. „Ástæðan fyrir þessu eru ekki mistökin sem gerð voru, heldur er þetta aðferð til að efla sjálfstraust manna. Sé það ekki óskorað er hætta á nýjum mistökum meiri,“ segir Steiner í aðdraganda keppninar í Barein komandi sunnudag.
Kevin Magnussen var í fjórða sæti er hann féll úr leik í Melbourne þar sem felguró vinstra afturhjólsins læstist ekki er nýju dekki var skotið undir bílinn. Liðsfélagi hans Romain Grosjean var fimmti er hann skipti um dekk hring seinna. Allt fór á sömu leið og féll hann úr leik einnig.
„Það er ástæðulaust að dvelja lengur við þetta mál, ekkert verður tekið aftur,“ segir Steiner.