Haas heldur Grosjean og Haas

Eitthvað finnst Lewis Hamilton (t.v.) fyndið við það sem Romain …
Eitthvað finnst Lewis Hamilton (t.v.) fyndið við það sem Romain Grosjean sagði á blaðamannafundinum í Singapúr í gær. AFP

Romain Grosjean og Kevin Magnussen verða áfram keppnismenn Haas-liðsins á næsta ári, að því er liðið hefur staðfest á kappaksturshelginni í Singapúr. 

Grosjean hóf keppni með Haas á jómfrúarári liðsins í formúlu-1, árið 2016. Rann samningur hans út í ár en liðið hefur ákveðið að framlengja hann. Magnussen er bundinn liðinu út næsta ár. 

Með þessu  lokast fyrir þann möguleika að Haas ráði Nico Hülkenberg fyrir næsta ár, en hann yfirgefur Renault við vertíðarlok.

Næsta ár verður níunda fulla formúlu-1 vertíð Grosjean og ellefu ár verða þá liðin frá því  hann þreytti frumraun sína í íþróttinni með Renault árið 2009.

Romain Grosjean mætir kátur til leiks í Singapúr í gær.
Romain Grosjean mætir kátur til leiks í Singapúr í gær. AFP
Romain Grosjean á blaðamannafundi í Singapúr í gær.
Romain Grosjean á blaðamannafundi í Singapúr í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert