Báðir ökumenn látnir flakka

Romain Grosjean (t.v.) og Kevin Magnussen.
Romain Grosjean (t.v.) og Kevin Magnussen.

Romain Grosjean og Kevin Magnussen hverfa að líkindum sem ökumenn í formúlu 1 við vertíðarlok þar sem Haasliðið hefur tilkynnt að þeir verði ekki endurráðnir er samningar þeirra renna út.

„Síðasti kapitulinn hefur verið ritaður, bókinni er lokið,“ sagði Grosjean sem gekk til liðs við Haas á fyrsta ári liðsins í formúlu-1, 2016. „Ég hefur verið liðsmaður Haas frá fyrsta degi liðsins og að ljúka fimmtu keppnistíðinni. Á þeim tíma höfum við saman gengið gegnum súrt og sætt og það var þess virði. Ég hef unnið 110 stig í 92 mótum, lært heilmikið og bætt mig mjög sem ökumaður og hjálpað öðrum liðsmönnum til að bæta sig, sem ég er mjög stoltur af. Ég óska liðinu alls hins besta í framtíðinn," sagði Grosejean.

Besti árangur hans í keppni með Haas er fjórða sætið í Austurríki 2018

Magnussen kveðst hafa átt góðar stundir með liðinu í fjögur ár og eflst mjög sem ökumaður. „Ég er að vinna í framtíðarplönum og mun skýr frá niðurstöðunni þegar hún liggur fyrir. Fram til vertíðarloka ætla ég að leggja allt í sölurnar til að koma sem best frá þeim mótum,“ sagði Magnussen.

Sem arftakar Grosjean og Magnussen eru helst nefndir Mick Schumacher og Nikita Mazepin, sem nú keppa í formúlu-2. Sá fyrrnefndi er sonur hins margfalda meistara Michaels Schumacher.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert