Múrmeldýrið kostaði framvænginn

Haas-liðið má ekki verða fyrir því að framvængur skemmist í tímatökunni í Montreal eða kappakstrinum. Eini varavængurinn er kominn á trjónu bíls Romain Grosjean eftir ákeyrsllu á múrmeldýr.

Grosjean gat ekki forðast dýrið sem komst út í brautina og skemmdist vængurinn á bílnum verulega við höggið, enda múrmeldýr holdamikið og þungt.

Grosjean sagði að sér fyndist að vallarstarfsmenn hefðu átt að fjarlægja dýrið eftir að það sást í myndavélum fyrr á æfingunni, þónokkru áður en það varð fyrir Haas-bílnum.

„Þetta var mikið högg og svekkjandi því þeir sýndu dýrið við brautina í sjónvarpsvélum rétt áður en æfingin hófst. Það var á vappi rétt fyrir þrettándu beygju, á þeim slóðum sem ég ók á það. Ég er undrandi á að það skyldi ekki hafa verið fjarlægt. Dýrsins vegna er það leitt hvernig fór og ömurlegt hvernig fyrir vængnum fór,“ sagði Grosjean.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert