Haas fyrst til að frumsýna

Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og …
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og vængjum.

Haas-liðið frumsýndi í dag keppnisbíl komandi keppnistíðar og varð með því fyrst liða til að ljúka þeim þætti  í aðdraganda nýs keppnisárs.

Bíllinn er talsvert breyttur frá í fyrra að útliti og er litasamsetning hans allt önnur. Byggðist hún í megin atriðum á hvítum, svörtum og rauðum lit undanfarin þrjú ár.

Er 2019-bíllinn hins vegar að nær öllu leyti í svartur, en gylltir fletir hér og þar vegna helst styrktarfyrirtækis liðsins, Rich Energy, sem framleiðir  orkudrykki.

Í raun sýndi Haas aðeins nýtt útlit í dag því bíllinn sem sviptur var hulum var í raun bíll frá í fyrra sem á hafði verið settur 2019-framvængur.

Ökumenn Haas verða þeir sömu og í fyrra; Romain Grosjean og Kevin Magnussen. Verða þeir þar með liðsfélagar þriðju  keppnistíðina í röð.

Haas háði harða  keppni við Renault um fjórða sæti í keppni liðanna í fyrra. Á endanum hafði franska liðið betur.

Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og …
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og vængjum.
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og …
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og vængjum.
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og …
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og vængjum.
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og …
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og vængjum.
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og …
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og vængjum.
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og …
Haas-bíllinn er gjörbreyttur útlits með nýjum lit á yfirbyggingunni og vængjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert