Neymar að framlengja við Barcelona

Neymar verður áfram hjá Barcelona.
Neymar verður áfram hjá Barcelona. AFP

Brasilíski vængmaðurinn Neymar mun gera fimm ára samning við Barcelona á allra næstu dögum ef marka fá frétt ESPN í Brasilíu.

Neymar kom til Barcelona frá Santos árið 2013 fyrir 57,1 milljón evra en hann hefur þegar fest sig í sessi sem einn besti knattspyrnumaður heims. Hann hefur gert 77 mörk í 125 leikjum fyrir félagið, auk þess sem hann hefur leikið 69 landsleiki fyrir Brasilíu og skorað 46 mörk.

Undanfarna mánuði hefur hann verið orðaður við Manchester United á Englandi, en félagið var sagt reiðubúið til þess að greiða 140 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Það var þó blásið á þær sögusagnir í síðustu viku er greint var frá því að Neymar væri búinn að gera munnlegan samning við Barcelona.

ESPN í Brasilíu greindi svo frá því í gær að Neymar væri nú þegar búinn að skrifa undir fimm ára samning við Börsunga og að samningurinn hafi verið undirritaður í Japan í desember er Barcelona var að spila í HM félagsliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert