Neymar gefur PSG undir fótinn

Neymar, leikmaður Barcelona í baráttu við Luka Modric, leikmann Real …
Neymar, leikmaður Barcelona í baráttu við Luka Modric, leikmann Real Madrid, í leik liðanna um helgina. AFP

Umboðsmaður brasilíska knattspyrnumannsins Neymar sem leikur með Barcelona opnaði á þann möguleika að Neymar myndi færa sig um set og ganga til liðs við PSG í viðtali við L'Equipe sem birtist á dögunum.

„Neymar gæti gengið til liðs við PSG ef félagið er reiðubúið að virkja klásúlu í samningi hans við Barcelona og greiða 176 milljónir punda fyrir leikmanninn,“ sagði Wagner Ribeiro, umboðsmaður Neymar.

„Neymar er samningsbundinn Barcelona til ársins 2018, en það heillar hann að búa í jafn fallegri borg og París og það leika með jafn stóru félagi og PSG er draumur sérhvers leikmanns," sagði Wayne Ribeiro enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert