Frakkland og Brasilía mætast á HM

Wendie Renard og liðsfélagar hennar í franska landsliðinu mæta Brasilíu …
Wendie Renard og liðsfélagar hennar í franska landsliðinu mæta Brasilíu þann 23. júní næstkomandi í Le Havre í sextán liða úrslitum. AFP

Riðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi lauk formlega í kvöld þegar Bandaríkin unnu 2:0-sigur gegn Svíþjóð í Le Havre og Síle vann 2:0-sigur gegn Taílandi í Rennes í F-riðli keppninnar.

Sextán liða úrslitin hefst þann 22. júní næstkomandi með tveimur leikjum. Þýskaland og Nígería mætast í Grenoble og Noregur og Ástralía eigast við í Nice. 23. júní mætast England og Kamerún í Valenciennes og heimakonur í Frakklandi mæta Brasilíu í Le Havre.

Spánn og Bandaríkin eigast við þann 24. júní í Reims og Svíþjóð og Kanada mætast í París. Þá mætast Ítalía og Kína 25. júní í Montpeillier og Holland og Japan eigast við í Rennes.

Þýskaland - Nígería
Noregur - Ástralía
England - Kamerún
Frakkland - Brasilía
Spánn - Bandaríkin
Svíþjóð - Kanada
Ítalía - Kína
Holland - Japan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert