Mbappé ekki sáttur hjá PSG

Kylian Mbappe er ekki ánægður hjá PSG.
Kylian Mbappe er ekki ánægður hjá PSG. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé gæti yfirgefið Frakklandsmeistara PSG á næstunni, þar sem hann er ósáttur hjá félaginu. Spænska blaðið Marca greinir frá. 

PSG hefur reynt að gera nýjan samning við Mbappé síðustu mánuði, en þrátt fyrir möguleika á töluverðri launahækkun hefur Mbappé ekki áhuga á að skrifa undir. 

Franski framherjinn er á samningi hjá PSG til 2022, en Real Madríd hefur sýnt honum mikinn áhuga að undanförnu. Mbappé hefur verið tekinn af velli í síðustu tveimur leikjum PSG og brugðist reiður við í bæði skiptin og er félagið orðið þreytt á versnandi hegðun hans. 

Mbappé, sem varð heimsmeistari með Frakklandi á síðasta ári, vill komast að hjá liði sem getur unnið Meistaradeildina og þá vill hann vinna Gullknöttinn (Ballon d'or).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert