Hjörtur stóð vaktina vel eftir langt hlé

Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby sem vann 1:0-heimasigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Íslendingarnir í gestaliðinu voru fjarri góðu gamni.

Bröndby er komið upp í 4. sætið með sigrinum og hefur 42 stig eftir 25 umferðir en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins síðan 8. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sóknarmaðurinn ungi Jesper Lindstrøm skoraði sigurmarkið eftir um klukkutíma leik en Hjörtur og félagar í vörninni héldu hreinu.

Eggert Gunnþór Jónsson var í leikbanni hjá SönderjyskE og Ísak Óli Ólafsson ekki í leikmannahópnum en liðið er í 11. sæti með 26 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert