Lagði upp í fyrsta sigrinum í úrslitakeppninni

Jón Dagur Þorsteinsson í leik Íslands og Rússlands á EM …
Jón Dagur Þorsteinsson í leik Íslands og Rússlands á EM U21 í síðasta mánuði. AFP

Jón Dagur Þorsteinsson lagði upp fyrra mark AGF í 2:0-heimasigri á Randers í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá AGF í úrslitakeppninni en liðið situr í 3. sæti riðilsins af sex.

Íslendingurinn var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 84. mínúturnar en hann lagði upp opnunarmark leiksins strax á sjöundu mínútu, átti fyrirgjöf frá vinstri sem Albert Gronbæk skoraði úr með skalla. Alexander Ammitzboll skoraði svo annað markið í uppbótartíma eftir að Jón Dagur var farinn af velli.

AGF er sem fyrr segir í 3. sæti með 42 stig, en lið Kaupmannahafnar getur endurheimt þriðja sætið með stigi eða þremur gegn toppliði Midtjylland í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert