Hákon með stoðsendingu gegn Villa

Benjamin Andre og Hákon Haraldsson fagna marki þess fyrrnefnda
Benjamin Andre og Hákon Haraldsson fagna marki þess fyrrnefnda AFP/Sameer Al-DOUMY

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Haraldsson lagði upp annað mark Lille í leik liðsins gegn Aston Villa í 8-liða úrslitum Sambandsdeild Evrópu sem fram fór í Frakklandi. 

Franska liðið komst 1:0 yfir eftir korters leik og á 67. mínútu tók Hákon hornspyrnu sem Benjamin André, fyrirliði liðsins, stangaði í fjærhornið, 2:0. Aston Villa minnkaði muninn með marki Matty Cash á 87. mínútu og jafnaði þar með samanlagða markatölu en Villa vann fyrri leikinn 2:1 á Villa Park fyrir viku síðan.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi í undanúrslit. Emi Martinez markvörður Aston Villa varði fyrstu spyrnu Lille frá Nabil Bentaleb, Leon Bailey brást bogalistin í fjórðu spyrnu Villa en Emi Martinez varði fimmtu spyrnu Lille frá Benjamin André og tryggði Villa sæti í undanúrslitunum. Lokastaðan 4:3 eftir vítaspyrnukeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert