13 handteknir vegna tennis-svindls

Stutt er síðan varað var við flóðbylgju spillingarmála í neðri …
Stutt er síðan varað var við flóðbylgju spillingarmála í neðri deildum tennisíþróttarinnar í Belgíu. AFP

Belgíska lögreglan handtók í dag 13 manns í tengslum við rannsókn á hagræðingu úrslita í tennisleikjum að því er embætti saksóknara greindi frá. Ekki er nema mánuður frá því að varað var við í ítarlegri skýrslu að „flóðbylgja“ spillingarmála einkenndi neðri deildir íþróttarinnar.

Rannsókn dómstjóra „sýndi að armensk-belgísk glæpasamtök hafa stundað það að múta atvinnumönnum í tennis frá árinu 2014 og til dagsins í dag. Var þetta gert til að ná fram hagræðingu úrslita með það að markmiði að veðja á þessa leiki á grundvelli þessara innherja upplýsinga. Með þessu móti hafa þeir með svikum aukið vinningsfjölda sinn,“ sagði í yfirlýsingu saksóknara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert