Íslendingar klárir í Ofurskálina

Fjöldi fólks ætlar að horfa á leikinn á veitingastöðum, sem …
Fjöldi fólks ætlar að horfa á leikinn á veitingastöðum, sem margir hafa fengið leyfi til þess að hafa opið lengur en alla jafna er leyfilegt á sunnudagskvöldum. Hér eru NFL-aðdáendur á veitingastað í Egilshöll. mbl.is/Árni Sæberg

Ofurskálarleikurinn, úrslitaleikur NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, fer fram í nótt. Fjölmargir Íslendingar eru nú samankomnir í Ofurskálar-veislum, ýmist á veitingastöðum eða í heimahúsum og úða í sig kræsingum á borð við kjúklingavængi, svínarif, smáborgara, snakk og ostastangir.

Einherjar, íslenskt lið sem keppir í amerískum fótbolta, hittist á veitingastaðnum Shake & Pizza í Egilshöll, þar sem leikurinn er sýndur á fjölmörgum risaskjám. Ljósmyndari mbl.is sem leit þar við segir stemninguna hafa verið mikla.

Liðsmenn Einherja í fullum skrúða í Egilshöll nú fyrir skemmstu.
Liðsmenn Einherja í fullum skrúða í Egilshöll nú fyrir skemmstu. mbl.is/Árni Sæberg

Hrútarnir frá Los Angeles og Föðurlandsvinirnir frá New England etja kappi um meistaratitilinn í kvöld, en á samfélagsmiðlinum Twitter keppast Íslendingar við að birta myndir af úttroðnum veisluborðum sínum undir kassamerkinu #NFLÍsland, eins og sjá má hér að neðan.

Leik­num verður sparkað af stað klukk­an 23:30 og ljóst að margir hérlendis munu liggja límdir við skjáinn langt fram eftir nóttu.

Magnús Guðmundsson, sem jafnan er kallaður Maggi Peran, segir að hann muni innbyrða 9.000 hitaeiningar í kvöld, en hann var á meðal þeirra sem ræddu um Ofurskálarleikinn, áhorfið og veitingarnar, við mbl.is í gær.

Andri Már, stuðningsmaður Patriots, birtir þessa mynd af sinni veislu.

Svínarif eru vinsæll Ofurskálar-veislukostur.

Kjartan Vído djúpsteikir vængi handa vinum sínum, en þarf sjálfur að fasta að læknisráði. Góður vinur.

Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður er með veglega veislu.


Þó eru ekki allir í óhollustunni. Páll Sævar er með sódavatn og jarðarber í sinni teiti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert