Guðbjörg þriðja í undanúrslitum

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir mbl.is/Árni Sæberg

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir komst örugglega í úrslitahlaupið í 200 metra hlaupi á Evrópumóti U20 í frjálsíþróttum í Borås í Svíþjóð.

Guðbjörg kom þriðja í mark á tímanum 23,63 sekúndum en Íslandsmet hennar er 23,45. Alls tóku 16 hlauparar þátt í undanúrslitum en Amy Hunt frá Bretlandi kom fyrst í mark á tímanum 23,14. Gemima Joseph frá Frakklandi var önnur á tímanum 23,55.

Íslands­met Guðbjarg­ar, 23,45 sek­únd­ur, er fjórði besti tími allra á mót­inu og á hún því fína mögu­leika á verðlaun­um. Úrslitahlaupið fer fram kl. 16:25 í dag og verður hún ein af átta hlaupurum sem taka þar þátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert