Fjórtándi úrslitaleikur Bradys

Tom Brady og félagar nálgast Ofurskálarleikinn óðfluga.
Tom Brady og félagar nálgast Ofurskálarleikinn óðfluga. AFP

Leikstjórnandinn Tom Brady og liðsfélagar hans í Tampa Bay Buccaneers eru komnir áfram í úrslit Þjóðardeildarinnar eftir sigur gegn New Orleans Saints í 2. umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ruðningi í New Orleans í nótt.

Leikur New Orleans og Tamba Bay var sögulegur en því leikstjórnendur liðanna, Tom Brady 43 ára og Drew Brees 42 ára, eru elstu leikstjórnendur í sögu deildarinnar til þess að mætast í úrslitakeppni.

Tampa Bay skoraði 30 stig gegn 20 stigum New Orleans en New Orleans tapaði boltanum fjórum sinnum í leiknum og Tamba Bay skoraði þrjú snertimörk eftir mistök New Orleans.

Tampa Bay mætir Aaron Rodgers og Green Bay Packers í úrslitum Þjóðardeildarinnar í Green Bay en Packers vann öruggan 32:18-sigur gegn Los Angeles Rams á laugardaginn.

Þetta er í fjórtánda sinn sem Brady leikur til deildarúrslita í úrslitakeppninni en fyrir leik gærdagsins hafði hann spilað þrettán úrslitaleiki í Ameríkudeildinni með New England Patriots og unnið níu þeirra.

Í úrslitum Ameríkudeildarinnar mætast annars vegar NFL-meistarar Kansas City Chiefs, sem unnu 22:17-sigur gegn Cleveland Browns í Kansas í gær, og Buffalo Bills, sem unnu 17:3-stórsigur gegn Boltimore Ravens í Buffalo í gær.

Úrslit næturinnar í NFL:

New Orleans Saints 20:30 Tamba Bay Buccaneers
Kansas City Chiefs 22:17 Cleveland Browns
Buffalo Bills 17:3 Baltimore Ravens
Green Bay Packers 32:18 Los Angeles Rams

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert