Í fótspor Axels

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Mediter Real Estate Masters- mótinu í golfi sem fram fór í Katalóníu á Spáni.

Mótið er hluti af Nordic Tour-atvinnumótaröðinni, sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu, og er þetta fyrsti sigur Guðmundar í mótaröðinni.

Guðmundur fetar þar í fótspor Axels Bóassonar úr Keili sem sigraði tvívegis í þessari mótaröð árið 2017. Þegar upp var staðið sigraði Axel á mótaröðinni þegar stigin voru lögð saman í lok árs. Fyrir vikið vann Axel sér inn keppnisrétt í Áskorendamótaröðinni í fyrra, þeirri næstbestu í Evrópu.

Eftir þessa glæsilegu byrjun á keppnistímabilinu hlýtur Guðmundur að horfa til þess að ná einu af efstu sætum stigalistans á mótaröðinni í lok árs. Áskorendamótaröðin er metin töluvert sterkari og opnar fleiri dyr.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert