Evrópa sigraði eftir æsispennu

Suzann Pettersen fagnar sigrinum vel og innilega.
Suzann Pettersen fagnar sigrinum vel og innilega. AFP

Evrópa stóð uppi sem sigurvegari í Solheim-bikarnum í golfi í dag eftir æsispennandi keppni við Bandaríkin á Gleneag­les-vell­in­um á þriðja degi mótsins í Skotlandi í dag. Evrópa lauk leik með 14,5 vinninga og Bandaríkin 13,5. 

Bandaríkin komust í góða stöðu en Evrópa vann síðustu þrjá leikina í tvímenningnum og tryggði sér þar með sigur. Suzann Pettersen vann lokaleikinn gegn Marina Alex á lokaholunni, en úrslitin réðust á einu pútti á 18. holunni sem Pettersen setti niður. 

Sigurinn er sá fyrsti hjá Evrópu síðan 2013. Pettersen var ringluð þegar hún sá liðsfélaga sína hlaupa inn á völlinn til að fagna með henni. „Ég vissi ekki að ég væri að tryggja okkur sigur fyrr en ég sá þær hlaupa til mín,“ sagði sú norska í viðtali skömmu síðar. 

Hér að neðan má sjá púttið sem tryggði Evrópu sigurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert