14 mörk í kveðjuleiknum og varð markakóngur

Casper Mortensen.
Casper Mortensen. Ljósmynd/Hannover-Burgdorf

Danski landsliðsmaðurinn Casper Mortensen endaði sem markakóngur þýsku 1. deildarinnar í handknattleik en lokaumferð deildarinnar fór fram í gær.

Mortensen skaust upp á topp markalistans þegar hann skoraði 14 mörk fyrir Hannover-Burgdorf í sigri gegn Gummersbach. Þetta var síðasti leikur Danans með þýska liðinu en í sumar gengur hann í raðir Spánarmeistara Barcelona og verður þar samherji Arons Pálmarssonar.

Rúnar Kárason lék einnig kveðjuleik sinn með Burgdorf en hann hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg.

Þessir urðu markahæstir:

230 - Casper Mortensen
224 - Julius Kühn, Melsungen
194 - Marcel Schiller, Göppingen
189 - Andy Schmid, Rhein-Neckar Löwen
179 - Rasmus Lauge, Flensburg

Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti Íslendingurinn í deildinni á tímabilinu en hann skoraði 138 mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen og endaði í 23. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert