„Alfreð, Alfreð, Alfreð“

Alfreð þakkar fyrir stuðninginn í Sparkassen Arena í dag.
Alfreð þakkar fyrir stuðninginn í Sparkassen Arena í dag. Ljósmynd/Sascha Klahn

Alfreð Gíslason fékk afar hlýjar móttökur fyrir síðasta leik sinn sem þjálfari þýska stórliðsins Kiel í þýska handboltanum í Kiel í dag. Alfreð tók á móti viðurkenningu sinni sem þjálfari ársins í þýsku bundesligunni áður en leikurinn hófst. 

Stemningin er geysileg í Sparkassen-höllinni en leikurinn gegn Hannover - Burgdorf í lokaumferðinni er nú í fullum gangi. Flensburg þarf að tapa fyrir Bergischer á útivelli og Kiel að vinna Hannover til að Kiel verði meistari. 

Ljósmynd/Sascha Klahn

Alfreð hefur hins vegar unnið tvo bikara nú þegar á tímabilinu. EHF-bikarinn og þýsku bikarkeppnina og kveður því með stæl eftir ellefu ár í Kiel. 

Um tíu þúsund áhorfendur hrópuðu „Alfreð, Alfreð Alfreð“ í einum kór eftir að Akureyringurinn veitti viðurkenningunni viðtöku úti á vellinum en nafnið er ekki það auðveldasta fyrir Þjóðverjana að bera fram eins og gefur að skilja. 

Alfreð nýtur greinilega mikilla vinsælda í Kiel eftir ellefu ára …
Alfreð nýtur greinilega mikilla vinsælda í Kiel eftir ellefu ára starf. Ljósmynd/Sascha Klahn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert