Spánverjar vörðu Evrópumeistaratitilinn

Spánverjar eru Evrópumeistarar.
Spánverjar eru Evrópumeistarar. AFP

Spánverjar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta í annað skiptið í röð eftir nauman 22:20-sigur á Króötum í úrslitum í Tele2 Arena-höllinni í Stokkhólmi. 

Staðan í hálfleik var 12:11, Spánverjum í vil, og þeir komust í 16:12 snemma í seinni hálfleik. Þá skoruðu Króatar þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 16:15 og skömmu síðar var staðan orðin 19:18 fyrir Króatíu. 

Spánverjar skoruðu hins vegar fjögur af fimm síðustu mörkunum og tryggðu sér sinn annan Evrópumeistaratitil í sögunni. 

Aleix Gómez var markahæstur Spánverja með fimm mörk og Jorge Maqueda gerði þrjú. Domagoj Duvnjak, sem var valinn besti leikmaður mótsins, var markahæstur hjá Króatíu með fimm mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert