Sú besta hætt í handbolta

Íris Björk Símonardóttir
Íris Björk Símonardóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íris Björk Sím­on­ar­dótt­ir, landsliðsmarkvörður í hand­knatt­leik og leikmaður Vals, hefur leikið sinn síðasta leik en hún hefur ákveðið að hætta í handbolta. Þetta kemur fram í félagsmiðlum Valsara. Áður hafði Íris staðfest að hún myndi taka sér frí frá íþróttinni.

Íris hef­ur verið einn besti markvörður lands­ins um ára­bil og var í vet­ur með um 44 pró­sent markvörslu með Valsliðinu. Á síðasta tíma­bili, 2018-19, var hún kjör­in besti leikmaður deild­ar­inn­ar en þá vann Val­ur alla þrjá titl­ana sem í boði voru. Hún verður 33 ára á árinu en ásamt því að vera valin besti leikmaðurinn 2019 fékk hún einnig þá nafnbót árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert