Valdi handboltann af félagslegum ástæðum

„Ég spilaði fótbolta þegar að ég var 14 ára,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður ís­lenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Sonum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sigvaldi, sem er 28 ára gamall, flutti ungur að árum til Danmerkur ásamt foreldrum sínum en hann valdi handboltann fram yfir fótboltann á sínum tíma.

„Ég þurfti að velja á milli fótboltans og handboltans,“ sagði Sigvaldi.

„Við vorum tveir félagar sem þurftum að færa okkur á milli liða í handboltanum en hefði ég valið fótboltann hefði ég þurft að ferðast einn á æfingar.

„Það var smá strætóferð á æfingu þannig að við enduðum á að velja handboltann,“ bætti Sigvaldi við.

Sigvaldi Björn er í aðalhlutverki í þriðja þætti af Sonum Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan eða inni á heimasíðu þáttanna sem má nálgast hér.

Sigvaldi Björn Guðjónsson.
Sigvaldi Björn Guðjónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert